100% fleiri keppa í Mýrarboltanum

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður, er í liði Dalamanna og sést …
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður, er í liði Dalamanna og sést hér eftir einn leik morgunsins. Ljósmynd/Ásmundur Einar Daðason

„Hér gengur allt ljómandi vel. Það er mikill kraftur í þessu og mikill fjöldi fólks,“ segir Jóhann Páll Hreinsson, einn aðstandandi Mýrarboltans á Ísafirði. Gríðarlega mörg lið skráðu sig til leiks í ár, en alls keppa 102 lið um helgina í Mýrarboltanum.

„Það er 100% aukning síðan í fyrra, en þá var einmitt 51 lið skráð til leiks.“ Mótið hófst í morgun og Jóhann sagði að liðin sem áttu fyrstu leikina í morgun klukkan tíu hefðu verið heldur heldur slöpp. Liðin voru ekki fullskipuð og hreyfðist boltinn víst lítið sem ekkert í seinni hálfleik. Um hádegið voru þó liðin orðin sprækari og var hart barist.

„Þetta er eiginlega orðin meiri keppni um flotta búninga en sigur í Mýrarboltanum,“ segir Jóhann Páll, sem segir mikla vinnu lagða í búningana í ár.

Mýrarboltinn á Ísafirði.
Mýrarboltinn á Ísafirði.
Hart er barist í Mýrarboltanum á Ísafirði.
Hart er barist í Mýrarboltanum á Ísafirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert