Féll fram af vinnupalli

mbl.is/Hjörtur

Karlmaður slasaðist þegar hann féll af vinnupalli í Fossvogi í Reykjavík í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og slökkviliði var fallið fimm til sex metrar. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsli hans eru ekki sögð vera alvarleg.

Maðurinn féll á grasblett og því fór betur en á horfðist. Tilkynnt var um vinnuslysið kl. 14 í dag.

Að sögn lögreglu var haft samband við Vinnueftirlitið vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert