Fer líklega af gjörgæslu í dag

Drengurinn sem bjargað var frá drukknun í sundlaug Akureyrar í …
Drengurinn sem bjargað var frá drukknun í sundlaug Akureyrar í gær fer líklega af gjörgæslu á barnadeild í dag. mbl.is/Heiddi

Líðan sex ára drengsins sem var bjargað frá drukknun í Akureyrarsundlaug í gær er nokkuð góð og mun hann líkast til fara af gjörgæsludeild yfir á barnadeild í dag.

„Hann hefur það nokkuð gott. Situr uppi og talar og virðist hafa farið betur en menn þorðu að vona,“ sagði læknir á gjörgæslu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Hann segir drenginn áfram munu verða á spítalanum næstu daga undir eftirliti.

Atvikið átti sér stað um kl. 14 í gær og var mikil mildi að vel tókst til við lífgunartilraunir, en auk starfsfólks sundlaugarinnar voru öldrunarlæknir, heimilislæknir og sjúkraflutningamaður í sundi þegar atvikið átti sér stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert