Ferðalög út á land hafa dregist saman

Umferðin í Reykjavík jókst um 6,7% í júlí 2012 en …
Umferðin í Reykjavík jókst um 6,7% í júlí 2012 en dróst saman á landsbyggðinni, um 2,4% á hringveginum. mbl.is/Sigurgeir S.

Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,6% í júlí á þessu ári, þar af 6,7% í Reykjavík. Umferð á hringveginum dróst saman um 2,4% miðað við sama tíma í fyrra.

Þetta má lesa út úr tölum frá Vegagerðinni úr 16 mælistöðvum um allt land.

Í fréttaskýringu um umferðina í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að mesti samdrátturinn var á Norðurlandi eða 10,0% og á Vesturlandi varð 9,9% samdráttur. Á Suðurlandi jókst umferð hinsvegar um 5,7% og á Austurlandi um 3,6%.

Þegar einstakir mælar eru skoðaðir má sjá að í Öxnadal hefur umferð dregist saman um 20,9% í júlí á milli ára. Við Gljúfurá dróst umferðin saman um 14,1% og eini staðurinn á Norðurlandi sem ekki varð samdráttur var á Mývatnsheiði, þar sem varð auking um 0,2%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert