„Saga Hörpu samofin sögu ruglsins“

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG.
Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG. mbl.is/Ómar

Björn Val­ur Gísla­son, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, seg­ir að það hafi verið rétt ákvörðun að ljúka bygg­ingu Hörpu. Hann seg­ir hins veg­ar að saga tón­list­ar­húss­ins muni því miður alltaf verða samof­in sögu rugls­ins sem hafi átt sér stað á ár­un­um fyr­ir efna­hags­hrunið.

„Það lá alltaf ljóst fyr­ir að tap yrði á rekstr­in­um, a.m.k. fyrstu árin. Það var óhjá­kvæmi­leg af­leiðing upp­hafs­ins og gríðarlegr­ar skuld­setn­ing­ar,“ skrif­ar Björn Val­ur á bloggsíðu sína.

Þá seg­ist hann vera ósam­mála þeim sem láti sem svo að rétt hefði verið að hætta við bygg­ingu Hörpu í kjöl­far hruns­ins.

„Það var rétt ákvörðun að klára verkið. Það var rétt ákvörðun efna­hags­lega séð og það var rétt ákvörðun fyr­ir tón­list­ina og menn­ing­una í land­inu og þar af leiðandi fyr­ir okk­ur öll,“ seg­ir Björn Val­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert