Allar teknar á 112 km hraða

Fjórir voru stöðvaðir fyrir ofhraðan akstur í umdæmi Selföss lögreglunnar, …
Fjórir voru stöðvaðir fyrir ofhraðan akstur í umdæmi Selföss lögreglunnar, þrír ökumenn voru konur og allar teknar á 112 kílómetra hraða. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Í umdæmi lögreglunnar á Selfossi fór fram svokallað sérstakt umferðareftirlit ríkislögreglustjóra í dag. Voru fjórir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, en töluverð umferð hefur verið á Suðurlandi og má segja að þetta hlutfall sé því ekki svo hátt.

Hins vegar vekur athygli að þrír af þessum ökumönnum voru teknir á nákvæmlega sama hraða og ökumenn voru allir konur.

Klukkan 15:12 var fyrsta konan tekin á 112 kílómetra hraða, klukkan 15:47 var önnur tekin á 112 kílómetra hraða og klukkan 18:10 sú þriðja. Að auki var einn ökumaður tekinn á 117 kílómetra hraða í Árnessýslu.

Tveir voru í morgun að auki teknir við ölvunarakstur innan bæjarmarka Selfoss.

Að öðru leyti hefur verið rólegt hjá lögreglunni á Selfossi í dag og umferð gengið greiðlega fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert