Ofbeldisbrot og fíkniefni í Eyjum

Þjóðhátíð í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum.
Þjóðhátíð í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Frosti Heimisson

12 fíkniefnamál komu upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt. Þá var lögregla tvisvar kölluð til vegna líkamsárásar, í annarri þeirra brotnuðu tennur í manni sem var kýldur. Tvö kynferðisbrot komu upp sem eru til rannsóknar og hefur annað þeirra verið kært að sögn lögreglu.

Fyrstu ferðir Herjólfs til lands voru klukkan eftir miðnætti og hefur fólk því verið að tínast frá Eyjum í nótt og í morgun. Lögreglan á Hvolsvelli hefur verið við umferðareftirlit, meðal annars í Landeyjarhöfn og hefur enginn bílstjóri fengið að fara frá Herjólfi án þess að blása í áfengismæli. Að sögn lögreglu tekur fólk mjög vel í það og talsvert um það að fólk bíði með að halda áfram för að sinni. Einn var tekinn vegna gruns um ölvunarakstur og færður í skýrslutöku.

Hjá lögreglunni á Selfossi var nóttin róleg en umferð hefur verið að þyngjast í bæinn með morgninum. Frá því klukkan sjö í morgun hafa tveir menn verið teknir vegna gruns um ölvun við akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert