Vill breytt viðhorf hjá Ríkisútvarpinu

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Ég er ekki viss um að ég vilji fleiri viðtöl á RÚV nema viðhorf starfsmannanna breytist gagnvart nýju framboðunum,“ segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður og formaður Samstöðu - flokks lýðræðis og velferðar, á facebooksíðu sinni í dag. Hún vísar þar til úttektar í Viðskiptablaðinu á viðmælendum Ríkisútvarpsins og Bylgjunnar frá síðustu áramótum.

Lilja segir mikinn mun á vali ljósvakamiðlanna á viðmælendum og að athygli veki að fulltrúar þeirra nýju framboða sem hyggjast bjóða fram til Alþingis í næstu þingkosningum komist ekki á lista Ríkisútvarpsins að undanskildum þingmönnum Hreyfingarinnar, sem sé hluti af nýja framboðinu Dögun, sem átt hafi í viðræðum við ríkisstjórnarflokkana um stuðning á tímabilinu.

Hún segir úttektina sýna að Ríkisútvarpið starfi ekki í samræmi við vilja löggjafans um að það sé vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst séu á baugi hverju sinni eða varði almenning og vísar þar til laga um Ríkisútvarpið ohf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert