Fram kemur í grein í the Guardian að meðalhæð íslensku keppendanna er mest allra landa á Ólympíuleikunum.
Í greininni má finna ýmsan tölfræðilegan fróðleik um keppendur. Meðalhæð íslensku keppendanna er sú mesta, 190 cm. Serbar eru næsthæstir eða 186 cm og Króatar eru 185 cm. Norður-Kóreubúar eru hins vegar lægstir og er meðalhæð þeirra 162 cm.
Króatar eru þyngsta liðið en meðalþyngd þeirra er 84 kíló. Léttasta liðið er frá Kólumbíu og vegur að meðaltali 63,4 kg.
Meðalaldur keppenda er 26 ára en 187 keppendur eru yfir 40 ára aldri. Sænska liðið er elst af þeim liðum sem sendir fleiri en 100 keppendur en meðalaldur þeirra er 28,4 ár.
Einstaklingar
Elsti keppandinn á Ólympíuleikunum er Hiroshi Hoketsu sem er 71 árs og keppir í hestaíþróttum. 33 keppendur eru undir 15 ára aldri. Yngst þeirra er hin 13 ára gamla Tógostúlka Adso Kapossi sem keppir í 50 metra sundi með frjálsri aðferð.
Hæsti karlkynskeppandinn, Zhaoxu Zhang, sem keppir með körfuknattleiksliði Kína, er 221 cm á hæð. Lægstur er lyftingakappinn Lapua Lapua frá Túvalú sem stendur í 140 cm þegar hlýtt er í veðri.
Stærsta konan er körfuknattleikskonan Wei Wei sem er 207 cm. Lægst er Schillonie Calvert sem hleypur í boðhlaupssveit Jamaíka í 4 x 100 metra hlaupi.
Þyngsti karlkyns keppandinn er Ricardo Blaz Jr. frá Gvam sem er 218 kg en léttasti keppandinn en hinn 17 ára dýfingakappi Yuan Cao, 42 kg.
Þyngst er bandaríska lyftingakonan Holley Mangold en hún er 157 kíló. Dýfingakonan Yadan Hu er hins vegar léttust og vegur heil 36 kíló.