Kynferðisbrotin gætu verið fleiri

Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir að ekki sé hægt að segja til um hversu mörg kynferðisbrot hafi verið framin um helgina. Eins og fram hefur komið hafa þrjár nauðganir verið tilkynntar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hún segir mikilvægt að allir þolendur stígi fram og sæki sér hjálp vegna brota.

Guðrún segir að þó umræða um nauðganir hafi verið áberandi í aðdraganda helgarinnar hafi svo líka verið á undanförnum árum en það endurspegli þó ekki þann raunveruleika sem birtist á útihátíðunum en á bilinu fjórar til fjórtán útihátíðarnauðganir hafa komið inn á borð til Stígamóta á undanförnum árum. 

Hún segir umræðuna þó geta verið markvissari og þau skilaboð sem nú skipti máli að koma á framfæri séu að brýna fyrir þolendum að leita sér aðstoðar þar sem sú hjálp geti skipt sköpum við að vinna úr lífsreynslunni en oft bíði stúlkur og konur í mörg ár með að ræða brotin. Flestar konur segir hún þó því miður reyna að grafa og gleyma.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert