Leiðin inn í Þórsmörk getur verið varhugaverð þar sem farið er yfir Hvanná en áin hefur breytt sér og rennur nú í einum stokk. Unnið er að viðgerðum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Á morgun verður malbikað á Nýbýlavegi á kaflanum milli Túnbrekku og Álfabrekku. Gatan verður lokuð til austurs og verða hjáleiðir um Túnbrekku og Álfhólsveg. Vegna framkvæmdanna á þessum vegkafla má búast við minniháttar umferðartöfum.
Eftir hádegi verður malbikað á Reykjanesbraut til suðurs frá Miklubraut að Stekkjarbakka. Unnið verður á einni akrein í einu, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.