Skuldabyrði hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er ósjálfbær að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að ekki sé hægt að vinna á skuldum hins opinbera með auknum niðurskurði og meiri skattlagningu.
„Eina leiðin út úr þessari sjálfheldu er að endursemja um róttæka endurskipulagningu á vaxtagreiðslum og endurgreiðslum. Það sama á við um skuldir heimilanna. Þetta verður megin viðfangsefni næstu ríkisstjórnar, spurningin er hvaða flokkar viðurkenna þetta fyrir kosningarnar,“ segir Þór á Facebook-síðu sinni í dag.