Snéru við vegna veðurs

Saga Sapphire
Saga Sapphire Af vef BB

Áhöfn skemmti­ferðaskips­ins Saga Sapp­hire hætti við að ferja farþega í land á Ísaf­irði í morg­un vegna veðurs. Hef­ur það því snúið á brott, að því er fram kem­ur í frétt á vef Bæj­ar­ins besta. Skipið lá við akk­eri við Presta­bugt en að sögn Guðmund­ar M. Kristjáns­son­ar hafn­ar­stjóra gat skipið ekki lagst að bryggju vegna þess að það var of djúprist.

„Þetta er gam­alt skip og það sama og gild­ir um flest þessi skip sem liggja við akk­eri að þau eru of djúprist.“

Hann seg­ir hvassviðri vera ástæðu þess að ekki var talið ráðlegt að ferja fólkið í land. „Marg­ir farþeg­anna eru eldra fólk og ekki gott að vera að fara með það í land þegar sjór­inn læt­ur illa.“ Þess í stað brá áhöfn­in á það ráð að fara í út­sýn­is­ferð um Ísa­fjarðar­djúp og Jök­ulf­irði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert