Rúmar 1.300 krónur fyrir mat á dag

mbl.is/Styrmir Kári

Gert er ráð fyrir því að einstaklingur með námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fái rúmar 140 þúsund krónur til framfærslu á mánuði. Þar af er gert ráð fyrir að einstaklingur noti rúmar 41 þúsund krónur til matar- og drykkjarkaupa á mánuði en það er 1.321 króna á dag.

Svipaða sögu er að segja frá Umboðsmanni skuldara sem reiknar út framfærslutölur fyrir fólk sem sækir um greiðsluaðlögun hjá embættinu. Það sem eftir stendur af ráðstöfunartekjum fer til í að greiða upp lán. Þar er gert ráð fyrir því að einstaklingur notist við 125 þúsund krónur á mánuði í framfærslu. Inn í þá tölu reiknast hins vegar ekki breytilegur kostnaður á borð við leigu eða afborganir af fasteignalánum. Einnig er gert ráð fyrir því að einstaklingur hafi rúmar 41 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði til matar- og drykkjarkaupa. Það er 1.331 króna á dag.

Í meðfylgjandi töflum má sjá samanburð á útreiknaðri framfærslu sem Lánasjóður íslenskra námsmanna gefur sér við veitingu námslána og Umboðsmaður skuldara miðar við.

Framfærslulán skerðist ef tekjur fara yfir 750 þúsund krónur á ári. LÍN gefur sér fleiri forsendur við framfærsluviðmið en Umboðsmaður skuldara. Inni í tölum lánasjóðsins er meðal annars gert ráð fyrir greiðslu af húsakosti. 

Tölur fyrir ólíkar fjölskyldugerðir má finna á hér á vef Umboðsmanns skuldara

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert