Í júlí varð heildarveltuaukning á Visa-kreditkortaviðskiptum um 11,6% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notkun innanlands jókst um 12,2% en erlendis var veltuaukningin 8,0%.
Tímabilið sem miðað er við er frá 22. júní til 21. júlí, annars vegar 2011 og hins vegar 2012, að því er segir í tilkynningu frá Valitor.
Mest er aukningin í matvöruverslunum og stórverslunum á milli ára eða 29,7%. Í áfengisverslunum 8,5% og bensínstöðvum og eldneytissjálfssölum er aukningin 8,8%.