360 þúsund á mann

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.

Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu og evrusamstarfinu mætti gera ráð fyrir að ábyrgðir ríkisins vegna björgunarsjóðs evrunnar væru um 115 milljarðar króna. Það jafngildir 362.692 kr. á hvern einstakling eða 1.450.768 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

Þetta kemur fram í útreikningum sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið saman með aðstoð Upplýsingaþjónustu Alþingis. Guðlaugur Þór segir einnig að Ísland þyrfti að borga um 9-11 milljarða á ári í sameiginleg fjárlög ESB.

„Þetta var reiknað í vor og það hefur ýmislegt gerst í sumar og ýmislegt mun væntanlega gerast í haust svo þetta er jafnvel vanáætlað,“ segir Guðlaugur Þór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann segist furða sig á því að samfylkingarmenn tali eins og enginn viti hvað sé að gerast í álfunni. Það hafi komið í ljós að þeir sem höfðu uppi varnaðarorð þegar evran fór af stað hafi því miður haf rétt fyrir sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert