Fréttir af veðri hafa áhrif

Fréttir af veðri hafa áhrif á það hvert leiðin liggur.
Fréttir af veðri hafa áhrif á það hvert leiðin liggur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þráinn Lárusson, hótelstjóri og eigandi Hótels Hallormsstaðar, segir fréttir af veðri hafa meiri áhrif á straum ferðamanna en veðrið sjálft.

„Það er ekki sama veðrið hér hjá okkur í Hallormsstað og er niðri á fjörðum. Við erum búin að vera með álíka veður og innsveitir Suðurlands í allt sumar. Samt hefur allur fréttaflutningur verið á þá leið að á Austurlandi hafi veður ekki verið gott. Þetta kostar ferðaþjónustuna hérna tugi ef ekki hundruð milljóna í töpuðum tekjum. Fólk fer eðlilega þangað sem spáð er sól og góðu veðri,“ segir Þráinn.

Þráinn segir ennfremur að veðurblíðan undanfarna daga og fréttaflutningur af góða veðrinu hafi vissulega jákvæð áhrif á straum ferðamanna.

„Þetta er búið að vera veðurfarslega mjög gott sumar hjá okkur og í gær fór hitinn upp í 26,6 stig hér á Hallormsstað og í dag er hitinn kominn yfir 20 gráður og stefnir í svipað og í gær.“

Kristján Kristjánsson
Þráinn Lárusson hótelsstjóri á Hótel Hallormsstað.
Þráinn Lárusson hótelsstjóri á Hótel Hallormsstað.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka