Sól í hjarta þrátt fyrir rigningu

Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hinni árlegu gleðigöngu Hinsegin daga. Þar sameinuðust lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum og vinum til að minna á tilveru sína. 

Hátíðahöldin fóru mjög vel fram í dag þrátt fyrir úrhellisrigningu í Reykjavík. Þátttakendur og gestir létu regnið ekki á sig fá og skemmtu sér konunglega. Gangan staðnæmdist við Arnarhól en þar hófust tónleikar klukkan 15:30. Meðal skemmtikrafta voru Páll Óskar, Sigga Beinteins, Friðrik Ómar, Blár Ópal, Birna Björns, Þórunn Antonía, Friðrik Dór, Helgi Björnsson, Hafsteinn Þórólfsson, Viggó & Víóletta og BETTY frá Bandaríkjunum.

Í kvöld verður svo slegið upp hinsegin hátíðardansleik á Broadway þar sem Dj Lingerine og Dj Kollster leika fyrir dansi  og Páll Óskar tekur sín bestu lög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert