Útlit fyrir framhald á hlýindum

Í ys og þys borgarlífsins er gott að geta kastað …
Í ys og þys borgarlífsins er gott að geta kastað sér niður á grænan blett og gleymt stund og stað. mbl.is/Ernir

Sumarið hefur verið okkur Íslendingum einstaklega gott en alls hafa 45 dagar rofið 20 stiga múrinn.

Útlit er fyrir að hitametið sem féll á laugardaginn, með 20 stiga hita á landinu 16 daga í röð, verði enn rækilegra því hlýtt loft verður áfram yfir landinu. Með þessu hefur hitametið verið slegið frá árunum 1990 og 2008 en þá komst hiti á Íslandi í 20 stig 15 daga í röð.

Vindátt mun ráða því hvar hitinn verður mestur en ekki er útilokað að hitastigið í Reykjavík fari yfir 20 stigin í fyrsta sinn í sumar.

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu að þótt loftið sem verður yfir landinu næstu daga sé kaldara en það sem kom hitanum eystra upp í 27-28 stig á fimmtudag, gefi það samt meira en 20 stiga hita á landinu næstu daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert