Gakktu í bæinn á laugardaginn

Menningarnótt í Reykjavík verður haldin í sautjánda sinn hinn 18. ágúst næstkomandi og er þema hátíðarinnar í ár „Gakktu í bæinn!“  

Það vísar til gestgjafahlutverksins sem miðborgin tekur að sér þennan dag um leið og það hvetur gesti til að ganga í bæinn og skilja þar með bílana eftir heima.

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, setur Menningarnótt formlega í Hljómskálagarðinum klukkan 12:30.

Dagskráin er fjölbreytt að vanda, til dæmis bjóða margir íbúar Þingholtanna fólki í vöfflur, víða verða listasmiðjur fyrir börn, boðið er upp á fjölmargar myndlistar-, leik- og danssýningar, gamlir plötuspilarar verða til sýnis í Gallerí Fold, reykvískir víkingar kynna sig og sett verður upp gönguleiðin Rauði dregillinn, frá Hörpu að Sjóminjasafninu. Menningarnótt lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu.

Dagskrá Menningarnætur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert