Íslenskir listamenn vilja Pussy Riot lausar úr haldi

Pussy Riot. Frá vinstri: Nadezhda Tolokonnikova Maria Alyokhina og Yekaterina …
Pussy Riot. Frá vinstri: Nadezhda Tolokonnikova Maria Alyokhina og Yekaterina Samutsevich. AFP

Bandalag íslenskra listamanna, BÍL lýsir yfir þungum áhyggjum af meðlimum rússnesku rokkhljómsveitarinnar Pussy Riot og hvetur stjórnvöld í Rússlandi til að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna um tjáningarfrelsi, menningarmun og mannréttindi. Í ákalli BÍL til rússneskra yfirvalda eru þau hvött til að láta allar kærur niður falla.

Ákallið hefur verið sent til Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands og saksóknara í landinu. Þar eru rússnesk stjórnvöld minnt á að þau hafi skrifað undir Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og segist bandalagið telja að þær Maria Alekhina, Nadezhda Tolokonnikova og Ekaterina Samucevich, meðlimir Pussy Riot, hafi ekki aðhafst neitt saknæmt og að þeim beri að sleppa úr haldi sem fyrst.

Að auki eru stjórnvöld beðin um að rannsaka hótanir sem borist hafa aðstandendum Pussy Riot og lögmönnum þeirra og tryggja öryggi þeirra, ef nauðsynlegt sé.

„Tjáningarfrelsi er mannréttindi, samkvæmt 19. grein alþjóðlegu mannréttindayfirlýsingarinnar og enginn ætti að vera fangelsaður fyrir að nota sér þessu réttindi á friðsamlegan hátt,“ segir í lok bréfsins, sem er undirritað af Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta BÍL.

Margir hafa hvatt rússnesk yfirvöld til að láta Pussy Riot …
Margir hafa hvatt rússnesk yfirvöld til að láta Pussy Riot lausar úr haldi. AFP
Pussy Riot: Nadezhda Tolokonnikova, Maria Alyokhina og Yekaterina Samutsevich.
Pussy Riot: Nadezhda Tolokonnikova, Maria Alyokhina og Yekaterina Samutsevich. AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert