„Vitlausasta hugmyndin að hætta við“

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

„Vitlausasta hugmyndin er að hætta við umsóknina og halda áfram með óvissu og höft ein að leiðarljósi. Ef menn hafa ekki plan B er ótrúlegt að láta sér detta í hug byrja á að eyðileggja plan A. Er ekki betra að vinna bara að B-planinu samhliða A-planinu og velja svo hvert skal halda í fyllingu tímans?“ skrifar Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook-síðu sína.

Eins og fjallað hefur verið um á mbl.is er meirihluti þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hlynntur því að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið verði tekin til endurskoðunar.

„Það er orðið ljóst að umsóknarferlið tekur lengri tíma en við hugðum og að niðurstaða fæst ekki í lykilþætti fyrr en á nýju kjörtímabili. Við eigum því að útbúa nýja, raunsæja tímaáætlun og taka þann tíma í verkefnið sem þarf. Umsókn um aðild að ESB hefur marga kosti og aðildarferlið er nauðsynlegt til að við vitum hvort og þá hvernig aðild geti hentað okkur og greitt fyrir efnahagslegu öryggi okkar,“ skrifar Árni Páll á Facebook.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert