Miklar fórnir í samstarfinu við Samfylkinguna

Jón Bjarnason alþingismaður.
Jón Bjarnason alþingismaður. mbl.is/Hjörtur

VG hefur fært miklar fórnir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með Samfylkingunni, misst öfluga þingmenn, stuðningsfólk, félaga og baráttufólk úr forystusveit til þess eins að þóknast Samfylkingunni í ESB-umsókninni, þessu eina baráttumáli hennar.“

Þetta segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á heimasíðu sinni í dag og leggur áherslu á að flokkurinn hafi á sínum tíma meðal annars verið stofnaður til þess að verja sjálfstæði Íslands og standa gegn umsókn og aðild að Evrópusambandinu.

„Meirihluti þingflokks VG hefur því miður stutt dyggilega öll þau skref sem hingað til hafa verið stigin í aðildar- og aðlögunarferlinu að ESB og nú síðast lagst svo lágt fyrir tæpum tveimur mánuðum að samþykkja aðlögunarstyrkina (IPA), peningana, dúsurnar sem ESB bauð til að greiða fyrir í aðlögun Íslands og aðild að sambandinu,“ segir Jón.

Hann segir það fagnaðarefni að fleiri þingmenn VG lýsi nú efasemdum um umsóknina um aðild að ESB en leggur áherslu á að orðum fylgi efndir. „Orð eru til alls fyrst en að sjálfsögðu verður spurt um trúverðugleikann og efndir í þeirri umræðu.

Heimasíða Jóns Bjarnasonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert