Nýir íslenskir talgervlar kynntir

Talgervlarnir Karl og Dóra munu létta blindum og sjónskertum lífið á næstu árum með því að lesa upp texta og skjöl á stafrænu formi ásamt því að vera raddir ýmissa tækja á borð við Android snjallsíma og stýrikerfa í tölvum. Nú er hægt að láta lesa heilu bækurnar upp í mun betri gæðum en áður hefur verið mögulegt.

Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins sem kynnti búnaðinn í dag, segir að um stóran áfanga sé að ræða en verkefnið hefur verið tvö ár í vinnslu og kostað 85 milljónir króna. Nú sé kominn talgervill sem geti unnið með flestum tölvum og snjallsímum á markaðnum en líklegt þykir að Apple vörur bætist í flokkinn á næstu misserum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert