Ráðist var á leigubílstjóra í Austurborginni í gærkvöldi. Hann hafði ekið tveimur farþegum bæjarleið en þeir áttu síðan ekki fyrir farinu. Leigubílstjórinn fékk áverka á höfuð og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Áverkar eru ekki taldir alvarlegir.
Miðað við lýsingu bílstjórans þá virðast farþegarnir hafa verið í einhverju vímuástandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.
Rétt eftir kl. 23 var tilkynnt um innbrot í leikskóla við Nauthólsveg. Þar hafði gluggi verið spenntur upp til komast inn. Þjófurinn komst burt með fartölvu og spjaldtölvu. Málið er í rannsókn.