Ósáttar við staðhæfingar

Umræða um ADHD hefur vakið mikil viðbrögð.
Umræða um ADHD hefur vakið mikil viðbrögð. Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Það er ekki spurn­ing um að þarna eru ein­kenni sem eru mjög lík, þ.e. á milli ADHD og áfall­a­streiturösk­un­ar,“ seg­ir Drífa Björk Guðmunds­dótt­ir, doktor í klín­ískri sál­fræði og stjórn­ar­maður í stjórn ADHD sam­tak­anna.

Mik­il umræða hef­ur skap­ast í kjöl­far grein­ar sem birt var hér á vefn­um þar sem upp­eld­is­ráðgjafi sagði börn hér á landi væru rang­lega greind með at­hygl­is­brest og of­virkni (ADHD) þegar aðrir or­sakaþætt­ir ættu í hlut.

„Okk­ur finnst eðli­legt að fag­fólk fari ít­ar­lega yfir sögu barns við grein­ingu, lagðir séu fyr­ir viður­kennd­ir matslist­ar og at­hugað hvort verið geti að um aðra hugs­an­lega aðra or­sakaþætti sé að ræða. Það eru hins veg­ar sú staðhæf­ing að það sé oft­ar en ekki eitt­hvað annað und­ir­liggj­andi ADHD grein­ing­um en ADHD og að fólk virðist ekki nógu meðvitað um að ein­kenn­in, sem ADHD er greint eft­ir, geta átt við hátt í 50 aðra kvilla, sem að okk­ar mati á ekki við rök að styðjast,“ seg­ir Drífa.

Erfitt fyr­ir for­eldra

Í kjöl­far um­fjöll­un­ar mbl.is um málið fyr­ir helgi sendu ADHD sam­tök­in frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem sam­tök­in töldu upp­lýs­ing­arn­ar í fyrr­nefndri grein ala á for­dóm­um og síst til þess falln­ar að auka skiln­ing á ADHD. Seg­ir Björk Þór­ar­ins­dótt­ir, formaður ADHD sam­tak­anna, erfitt fyr­ir for­eldra ein­stak­linga sem þjást af ADHD rösk­un að sitja und­ir slíkri umræðu. Að baki grein­ing­ar ADHD liggi yf­ir­leitt mik­il bar­átta fyr­ir aðstoð fyr­ir börn­in sem í hlut eiga, auk þess sem farið hef­ur verið að ráðlegg­ing­um ým­issa lækna, sál­fræðinga og annarra fagaðila áður en gripið er til lyfja­gjafa eða annarra meðferðarúr­ræða.

Benda þær Drífa á að í verklags­regl­um um grein­ingu og meðferð ADHD, sem Land­læknisembættið gaf út, er kveðið á um að við grein­ingu á ADHD skuli m.a. skoða hvort ein­kenni geti or­sak­ast af öðrum geðræn­um kvill­um, hvort vís­bend­ing­ar séu um
önn­ur þroskafrávik, auk þess sem rann­saka skuli hugs­an­lega fylgi­sjúk­dóma eða önn­ur sam­hliða vanda­mál.

Fleiri þætt­ir koma til

Gera Drífa og Björk einkum at­huga­semd­ir við áhersl­una á áfall­a­streiturösk­un í fyrri grein­inni. „Barn sem er und­ir miklu álagi get­ur átt mjög erfitt með að ein­beita sér,“ seg­ir Drífa. „Til þess að það geti tal­ist vera með áfall­a­streiturösk­un þarf fleira að koma til. Þarf til dæm­is að vera hægt að tengja breytta hegðun við ein­hvern ákveðinn at­b­urð í lífi. Börn með áfall­a­streitu end­urupp­lifa áfallið í ein­hverju formi og það veld­ur þeim van­líðan, þau forðast hugs­an­ir, at­b­urði, staði, eða fólk sem teng­ist eða minn­ir á það sem gerðist og eru alltaf eins og hengd upp á þráð (auk­in ár­vekni).“ Eru það einkum ein­kenni úr þess­um þriðja ein­kenna­flokki sem geta minnt á ADHD að sögn Drífu. Þegar um ræðir ADHD hafa ein­kenn­in hins veg­ar alltaf verið til staðar, þótt yf­ir­leitt grein­ist ein­stak­ling­arn­ir ekki fyrr en um eða eft­ir sjö ára ald­ur­inn.

Gera sam­tök­in at­huga­semd­ir við fleiri atriði sem nefnd eru í grein­inni sem mögu­leg­ar aðrar ástæður at­hygl­is­brests og of­virkni en ADHD rösk­un, svo sem skort­ur á bæti­efn­um, myglu­svepp­ir og þung­málm­ar í hús­um. Telja sam­tök­in óvar­lega talað og um mikla ein­föld­un að ræða þar sem vís­inda­leg­ar rann­sókn­arniður­stöður hafi ekki sýnt fram á það á óyggj­andi hátt að or­saka­tengsl séu þarna á milli.

Erfitt að greina

Eins og Ólaf­ur Ó. Guðmunds­son, yf­ir­lækn­ir á Barna- og ung­linga­geðdeild LSH (BUGL) sagði í sam­tali við mbl.is um sama mál hér er alls ekki ein­falt að greina ADHD og oft­ar en ekki mik­il skör­un ein­kenna við aðrar rask­an­ir. Ýmsir koma að grein­ing­um barna á hér á landi þ.á.m. BUGL, Þjón­ustumiðstöðvar, og sér­fræðilækn­ar og klín­ísk­ir sál­fræðing­ar á einka­stof­um. Benda Drífa og Björk á að milkil krafa gerð um um hæfi, mennt­un og sérþekk­ingu þeirra sem að slíkri vinnu koma. Þá benda þær á að enn strang­ari regl­ur gilda um hvaða lækn­ar megi hefja lyfjameðferð við ADHD, en það eru ein­göngu ákveðnir sér­fræðilækn­ar.

Leiðbein­ing­ar Land­lækn­is við grein­ingu skref í rétt átt

Fyrr­nefnd­ar leiðbein­ing­ar Land­læknisembætt­is­ins frá í mars sl., um vinnu­lag, grein­ingu og meðferð við ADHD, voru hugsaðar til að auðvelda starfs­fólki í heil­brigðisþjón­ustu að vinna að fyrr­nefnd­um þátt­um. Eru Drífa og Björk eru sam­mála um að þær hafi verið afar já­kvætt skref en fram til þessa hafði skort á skýr­ari ramma yfir um­rædda vinnu, þótt marg­ir grein­ing­araðilar vinna að hluta til eða að öllu leyti í sam­ræmi við hann nú þegar. Að sögn Drífu er afar mik­il­vægt að farið sé eft­ir þess­um klín­ísku leiðbein­ing­um við grein­ingu ADHD.

Umb­urðarlyndi og skiln­ing­ur mark­miðið

„Þegar öllu er á botn­inn hvolft er mark­miðið ávallt að stuðla að umb­urðarlyndi og skiln­ingi,“ seg­ir Björk um at­huga­semd­ir ADHD-sam­tak­anna nú. „Þó svo að or­sak­ir ADHD séu enn ekki að fullu þekkt­ar, hafa vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir sýnt fram á að um raun­veru­lega taugaþroskarösk­un með sterk­an erfðaþátt er að ræða.“

Miklu skipt­ir því að umræðan af­vega­leiðist ekki að sögn Bjark­ar og áfram sé unnið að því að út­rýma for­dóm­um og aukn­um stuðningi inn­an sam­fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert