Borgarfjarðarbrú í viðgerð

Frá framkvæmdum á brúargólfi Borgarfjarðarbrúar.
Frá framkvæmdum á brúargólfi Borgarfjarðarbrúar. mbl.is/Guðrún Vala Elísdóttir

Viðgerð hófst á brúargólfi Borgarfjarðarbrúar í dag og unnið verður á 2-3 bilum í einu. Aðeins önnur akreinin verður opin í einu og verður umferðinni stýrt með ljósum.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að búast megi við töfum á brúnni, sérstaklega ef umferð er mikil. 

Einnig er unnið að breikkun á þverun Borgarfjarðar sitt hvoru megin brúarinnar.

Það á ekki að valda töfum en hámarkshraði hefur verið lækkaður og vegfarendur þurfa að gæta varúðar.

Áætlað er að þessar framkvæmdir standi til 15. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert