Færri á vinnumarkaði

Færri hafa nú vinnu.
Færri hafa nú vinnu. mbl.is/RAX

Samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar hefur þeim fjölgað sem eru utan vinnumarkaðar, eða úr 31.800 manns í júní sl. í 34.800 í júlí.

„Störfum hefur ekki fjölgað frá sama tíma í fyrra og þeim fækkar mikið sem eru á vinnumarkaði. Fjölgun þeirra sem eru utan vinnumarkaðar er því meginskýringin á minnkandi atvinnuleysi milli ára,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, m.a. um niðurstöður könnunar Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka fari því minnkandi og fjöldi starfa og vinnutími standi í stað.

Fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag að þessar tölur segi aðeins hálfa söguna. Stór hópur fólks hafi horfið af vinnumarkaði að undanförnu og störfum lítið sem ekkert fjölgað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert