Tilraun borgaryfirvalda til lokunar hluta Laugavegar hefur gefist afar illa, að mati Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Víða sé samdráttur í verslun milli ára og aldraðir og fatlaðir orðnir sjaldséðir viðskiptavinir.
Samtökin sendu frá sér ályktun í morgun þar sem þau segjast treysta því að ekki verði gerðar fleiri tilraunir til að loka götunni í ljósi þess hvernig tekist hefur til. „Umferð bifreiða um Laugaveginn er afar hæg og ógnar engum. Hins vegar getur lokun götunnar skapað stórhættu í nálægum íbúðahverfum.“