„Aldrei var minnst á fólksflótta“

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson Ómar Óskarsson

„Eftir kosningar 2009 kom ný ríkisstjórn. Þá breyttust þeir Íslendingar sem fóru til vinnu erlendis í umræðunni í „landflótta fólk“ sem var hrakið úr landi. Þeir sem reyndu að bjarga sér um vinnu erlendis voru „á flótta frá Íslandi“.“ Þetta sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra í ávarpi á sunnudag.

Guðbjartur hélt ávarpið á Ólafsdalshátíð þar sem heiðruð var minning Torfa Bjarnasonar og fjölskyldu hans sem byggðu upp búnaðarskóla, Ólafsdalsskóla, árið 1880 eða fyrir rúmlega 120 árum.

Í ávarpinu vék Guðbjartur að árunum fyrir efnahagshrunið hér á landi. Hann sagði að þá hefðu stundarhagsmunir og skammtímahugsun ráðið ríkjum og peningagræðgi og skyndigróði aðalmarkmiðið. Þá hefðu daglega verið fréttir af útrás íslenskra fyrirtækja og yfir þúsund íslenskra bankamanna unnu í Evrópu í fjármálastarfsemi.

Samfélagið gliðnaði í sundur

Íslendingar hefðu keypt fyrirtæki, smíðað og sett upp flæðilínur út um allan heim með íslensku vinnuafli. Þá hefðu íslenskir verkfræðingar og sérfræðingar í gangagerð verið í alls kyns stórum byggingarframkvæmdum á Grænlandi, Jamaíku og víða í Evrópu og flestir eða allir borar Jarðborana í verkefnum erlendis.

„Aldrei var minnst á fólksflótta, heldur jákvæða útrás, nýtingu á mannafla og afbragðs sérþekkingu Íslendinga,“ sagði Guðbjartur og vék svo að umræðunni eftir hrun. Þegar Íslendingar í vinnu erlendis voru orðnir að „landflótta fólki“.

Hann sagði íslenskt samfélagið hafa gliðnað í sundur í hagsmunabaráttu. „Baráttu um bætta stöðu eða að halda stöðu sinni. Baráttan um auðlindir og gæði varð hatrammari og umræðan tók að sveiflast á milli þjóðarrembings og alþjóðahyggju.“

Ávarp Guðbjarts

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert