Hægt að beita refsiaðgerðum í byrjun næsta árs

„Evrópusambandið gæti verið reiðubúið að beita refsiaðgerðum snemma á næsta ári ef það verður engin breyting hjá Íslandi og Færeyjum,“ er haft eftir Pat Gallagher, þingmanni á Evrópuþinginu, á fréttavef breska viðskiptablaðsins Financial Times en hann hefur tekið virkan þátt í mótun lagasetningar á vegum þingsins um refsiaðgerðir gagnvart ríkjum utan sambandsins sem það telur stunda óábyrgar fiskveiðar.

Ein og fram kemur komið í umfjöllun mbl.is um deilu Íslands við Evrópusambandið og Noreg um makrílveiðar hefur ítrekað komið fram í máli forystumanna innan sambandsins að til standi að beita umræddri lagasetningu gegn Íslendingum og Færeyingum ef ekki næst samkomulag um veiðarnar.

Gert er ráð fyrir að umrædd lagasetning fái endanlega afgreiðslu í stofnunum Evrópusambandsins í haust þegar þingmenn á Evrópuþinginu greiða atkvæði um hana en samkvæmt lagasetningunni verður sambandinu meðal annars veitt heimild til þess að banna skipum frá löndum sem talin eru stunda óábyrgar fiskveiðar að landa í höfnum innan þess og ennfremur nýta sér þjónustu þar.

Þá hefur komið fram að fyrirhugað sé að pólitískir forystumenn deiluaðila á sviði sjávarútvegsmála hittist í London 3. september næstkomandi þar sem reynt verði að finna lausn á makríldeilunni.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert