„Þetta er blákaldur veruleikinn“

„Þetta kemur ekki á óvart, þetta er blákaldur veruleikinn,“ segir Snærós Sindradóttir, skipuleggjandi mótmæla við rússneska sendiráðið í Reykjavík vegna máls stúlknanna í Pussy Riot. Konurnar þrjár voru sakfelldar í morgun fyrir að raska almannafriði.

Um 100 manns tóku þátt í mótmælum við rússneska sendiráðið í morgun en sambærileg mótmæli fara nú fram víða um heim.

„Það sem mér finnst mest truflandi er meðferðin á þeim á meðan þær hafa setið í gæsluvarðhaldi. Þær fá ekki að borða, þær eru vansvefta og meðal siðmenntaðra þjóða er þetta kallað pyntingar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem var viðstödd mótmælin.

Sjá frétt mbl.is: Pussy Riot sakfelldar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert