Löggæsla við rússneska sendiráðið

Lög­reglu­menn standa vörð fyr­ir utan rúss­neska sendi­ráðið við Garðastræti í Reykja­vík en þar fara nú fram friðsam­leg mót­mæli vegna máls stúlkn­anna í rúss­nesku pönk­sveit­inni Pus­sy Riot. Dóm­ur verður kveðinn upp í Moskvu kl. 11 í dag.

Lög­regl­an hef­ur girt svæði í kring­um sendi­ráðið af en tölu­verður fjöldi mót­mæl­enda er á staðnum. Marg­ir mót­mæl­end­ur bera lambhú­sett­ur sem eru ein­kenn­andi fyr­ir Pus­sy Riot. Sam­kvæmt ljós­mynd­ara mbl.is eru um 100 mót­mæl­end­ur á staðnum og um tíu lög­reglu­menn. Sung­in eru hvatn­ing­ar­orð um að frelsa Pus­sy Riot.

Meðal mót­mæl­enda eru þing­menn­irn­ir Mörður Árna­son, Mar­grét Tryggva­dótt­ir og Birgittta Jóns­dótt­ir.

Það er ungliðahreyf­ing Am­nesty In­ternati­onal sem stend­ur fyr­ir mót­mæl­un­um en sam­bæri­leg mót­mæli fara nú fram víða um heim.

Þrjár kon­ur úr hljóm­sveit­inni Pus­sy Riot hafa setið í gæslu­v­arðhaldi frá því í mars fyr­ir að flytja pönk­bæn gegn Pútín for­seta í kirkju í Moskvu. Mál stúlkn­anna hef­ur vakið gríðarlega at­hygli um all­an heim og marg­ir þekkt­ir ein­stak­ling­ar lýst yfir stuðningi sín­um við stúlk­urn­ar, m.a. Madonna og Björk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert