Annasamt kvöld hjá Crowe

Russell Crowe spilar á a.m.k. þremur tónleikum í kvöld.
Russell Crowe spilar á a.m.k. þremur tónleikum í kvöld. AFP

Mikið verður að gera hjá stórleikaranum Russell Crowe á Menningarnótt en þá mun hann koma fram á a.m.k þremur tónleikum í miðbæ Reykjavíkur ásamt samstarfsfélaga sínum Alan Thomas Doyle.

Fyrstu tónleikar Crowe og Doyle fara fram í Norðurljósasal Hörpunnar klukkan 17:30. Því næst munu þeir félagarnir spila á tónleikum á vegum útvarpsstöðvarinnar X-977 og skemmtistaðarins Bar 11 en tónleikarnir munu fara fram í bakgarði Bar 11 klukkan 20:30 í kvöld. Loks munu þeir Crowe og Doyle koma fram á gistiheimilinu Kex Hostel klukkan 21:30.

„3 gigs tonight,Reykjavik get ready to be Folked! 5.30pm Harpan Concert Hall 8.30 pm XiD 977 Garden Party 9.30pm KEX Hostel,“ segir í nýrri stöðuuppfærslu á Twittersíðu Crowe.

Þá hefur skemmtistaðurinn Gamli Gaukurinn einnig tilkynnt um það að Crowe og Doyle muni koma þar fram í kvöld að lokinni flugeldasýningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert