„Þetta hefur bara gengið mjög vel. Það er bara fylgt því formi sem átti að vera á þessu fram eftir kvöldi,“segir Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn, aðspurður hvernig hafi gengið fyrir lögreglu og aðra eftirlitsaðila að halda utan um öryggismál í tengslum við Menningarnótt.
Eins og fram kom á mbl.is í dag telur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að um 40-50 þúsund manns hafi verið í miðborg Reykjavíkur í dag í tengslum við hátíðarhöldin en boðið hefur verið upp á fjölbreytta dagskrá að vanda vegna þeirra.