Menningarnótt hefst í Reykjavík í dag og er þetta í 17. skiptið sem hátíðin er haldin. Gert er ráð fyrir miklum mannfjölda í miðborginni, en tæplega 400 atriði eru á dagskránni.
Fólk er hvatt til þess að skilja einkabílinn eftir og nýta sér strætisvagna, en frítt er í þá í dag.
Menningarnótt mun nú í fyrsta sinn marka árlegt upphaf hátíðaársins 2012-2013 í Reykjavík.
Munu hátíðir eins og Myrkir Músíkdagar, Airwaves, Hönnunarmars, Reykjavík Dance Festival, Lókal - alþjóðleg leiklistarhátíð, kvikmyndahátíðin Riff, Blúshátíð, HönnunarMars og fleiri kynna gestum starfsemi sína á komandi hátíðarári með lifandi viðburðum í Hörpu í dag.
Jazzhátíð í Reykjavík verður svo sett í kvöld.