Borgarstjóri gefur rithöfundum hús

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, færði Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús að …
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, færði Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús að gjöf í dag. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundarsambandsins, tók við húsinu fyrir hönd sambandsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík, Jón Gn­arr, af­henti Rit­höf­unda­sam­bandi Íslands Gunn­ars­hús á Dyngju­vegi 8 að gjöf í dag, en þar var síðasti bú­staður rit­höf­und­ar­ins Gunn­ars Gunn­ars­son­ar og Franziscu konu hans.

Krist­ín Steins­dótt­ir, formaður Rit­höf­unda­sam­bands­ins, tók við hús­inu fyr­ir hönd sam­bands­ins.

Við at­höfn­ina las Pét­ur Gunn­ars­son rit­höf­und­ur ljóð Hann­es­ar Pét­urs­son­ar: Í húsi við Dyngju­veg. Gunn­ar Björn Gunn­ars­son, full­trúi fjöl­skyld­unn­ar og stjórn­ar­formaður Gunn­ars­stofn­un­ar, færði Rit­höf­unda­sam­band­inu ljós­mynd­ir úr einka­safni af heim­ili Gunn­ars Gunn­ars­son­ar og Franziscu Ant­oniu Josephine Jörgensen konu hans.

Úr Gunnarshúsi.
Úr Gunn­ars­húsi.
Frá undirritun gjafaafsalsins í morgun.
Frá und­ir­rit­un gjafa­afsals­ins í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert