Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, afhenti Rithöfundasambandi Íslands Gunnarshús á Dyngjuvegi 8 að gjöf í dag, en þar var síðasti bústaður rithöfundarins Gunnars Gunnarssonar og Franziscu konu hans.
Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, tók við húsinu fyrir hönd sambandsins.
Við athöfnina las Pétur Gunnarsson rithöfundur ljóð Hannesar Péturssonar: Í húsi við Dyngjuveg. Gunnar Björn Gunnarsson, fulltrúi fjölskyldunnar og stjórnarformaður Gunnarsstofnunar, færði Rithöfundasambandinu ljósmyndir úr einkasafni af heimili Gunnars Gunnarssonar og Franziscu Antoniu Josephine Jörgensen konu hans.