Danskur sunnudagur á Akureyri

Í dag var danskur sunnudagur í innbænum á Akureyri þar sem íbúar buðu gestum upp á veitingar að dönskum sið í görðum sínum. 

Á vefsíðu Akureyrarbæjar segir að tilgangur hátíðarinnar sé að minnast þeirra sem byggðu upp Innbæinn, elsta og rótgrónasta hluta Akureyrar. Hugmyndin er sótt í gamla ljósmynd sem tekin var í garðveislu hjá Oddi C. Thorarensen apótekara upp úr aldamótunum 1900 og verður myndin til sýnis í Minjasafnsgarðinum. 

Hljóðfæraleikarar gengu um og skemmtu gestum og boðið var upp á örkennslu í dönsku fyrir áhugasama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert