Keyrði á kindur og stakk af

mbl.is/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Fimm kindur urðu fyrir bifreið á Snæfellsvegi í Kolbeinsstaðahreppi í gærkvöldi og drápust fjórar þeirra við áreksturinn. Þá fimmtu þurfti að aflífa á staðnum.

Sá sem ók á kindurnar lét sig hins vegar hverfa af vettvangi en lögreglan telur að bifreið hans hljóti að vera mjög skemmd í ljósi aðstæðna á vettvangi en aðkoman mun hafa verið mjög ljót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert