Nöfnin Ramóna, Gísela, Gíta, Kæja, Alína og Pedró voru nýlega samþykkt af mannanafnanefnd. Beiðni um eiginnafnið Baltazar var aftur á móti hafnað, þar sem bókstafinn z er ekki í íslensku stafrófi.
Nafninu Jerry var sömuleiðis hafnað þar sem ritháttur þess getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls
Til þess að nafn fáist samþykkt þarf það að geta tekið íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Það skal ritað í samræmi við íslenskar ritvenjur nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Nafnið má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem það ber til ama.