Bílvelta á Biskupstungnabraut

Betur fór en á horfðist þegar bíll með fjóra erlenda …
Betur fór en á horfðist þegar bíll með fjóra erlenda ferðamenn innaborðs valt við fjallið Miðfell á áttunda tímanum í dag. mbl.is/Hjörtur

Bílvelta varð á Biskupstungnabraut rétt áður en komið er að Skálholtsvegi á áttunda tímanum í kvöld. Þrír farþegar voru í bílnum auk bílstjóra og sluppu allir ómeiddir að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni á Selfossi. Um var að ræða erlenda ferðamenn.

Um var að ræða erlenda ferðamenn sem voru útskrifaðir á staðnum eftir skoðun sjúkraflutningsmanna á vettvangi.

Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni við veltuna en að sögn lögreglumanns voru þær minni háttar og líklegt að bíllinn hafi ekki verið á mikilli ferð þegar hann valt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert