Fækkun um 40 þúsund

Aukin skattheimta mun neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands.
Aukin skattheimta mun neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands.

Talið er að eftirspurn eftir flugferðum Icelandair til Íslands muni dragast saman um 5-7% á næsta ári, frá því sem áður var áætlað, ef fyrirhuguð hækkun stjórnvalda á virðisaukaskatti á hótelgistingu úr 7% í 25,5% verður að veruleika.

Komufarþegum gæti í heild sinni fækkað um 40 þúsund frá fyrri áætlunum. Við það gætu afleidd áhrif orðið 15 milljörðum kr. minni gjaldeyristekjur. Til viðbótar er talið að starfsfólki Icelandair Group muni fækka á næsta ári í stað fjölgunar sem áður hafði verið gert ráð fyrir, ef skattahækkunin nær fram að ganga, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Þetta er meðal niðurstaðna stjórnenda Icelandair Group á áhrifum virðisaukaskattshækkunar á rekstur samstæðunnar. Telja þeir að hækkunin muni hafa neikvæðar afleiðingar fyrir félagið og ferðaþjónustuna í heild hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert