Stökk út úr sjúkrabíl á ferð

Karlmaður um fertugt sem laminn var með glasi í miðborginni á Menningarnótt stökk út úr sjúkrabílnum þegar verið var að flytja hann undir læknishendur. Þrátt fyrir leit fannst maðurinn ekki aftur. Klukkutíma síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu og hafði þá maðurinn snúið aftur á vettvang.

Í uppgjöri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi verið sleginn í andlitið inni á skemmtistað og hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu þegar hann mætti þangað aftur. Hann var mjög blóðugur eftir árásina. Í annað skiptið var honum komið í sjúkrabíl og tókst það í annarri tilraun að koma manninum á slysadeild þar sem gert var að sárum hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka