Bann við lausagöngu sauðfjár fátítt á landsvísu

Hætta skapast oft á vegum landsins vegna lausagöngu búfjár.
Hætta skapast oft á vegum landsins vegna lausagöngu búfjár. mbl.is/Margrét Þóra

Hætta skapast á vegum landsins vegna lausagöngu búfjár, jafnt stórgripa sem sauðfjár. Fjöldi óhappa verður á hverju ári þegar bílar lenda á sauðfé en fátíðara er að ekið sé á stórgripi.

Vegfarendur sem aka um þjóðvegi landsins eiga erfitt með að vita hvar lausaganga búfjár er leyfð og hvar hún er bönnuð. Engar merkingar eru fyrir hendi en slíkt myndi auka öryggi vegfarenda til muna.

Á Suðvesturlandi, í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk allra kaupstaða og kauptúna landsins, er í gildi bann við lausagöngu alls búfjár. Þó er sú undantekning þar á, að í Kjós er einungis kveðið á um bann við lausagöngu stórgripa. Sveitarfélagið Ölfus er einnig með lausagöngubann á öllum búfénaði. Slíkt bann gildir einnig á þremur vegarköflum á landinu, á Suðurlandsvegi í gegnum Mýrdalshrepp, þjóðveginum í gegnum Húnaþing vestra og í gegnum hluta af Austur-Skaftafellssýslu í Nesjunum nálægt Höfn í Hornafirði.

Tjón sem hlýst af árekstrum við búfé er töluvert og ekki er alltaf ljóst hver ber ábyrgðina. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að oftast fáist tjón á bílum bætt úr kaskótryggingu en það er þó ekki einhlítt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert