Gróður byrgir hjólreiðamönnum sýn

Þéttur gróður í Elliðaárdalnum gerir að verkum að erfitt getur verið fyrir vegfarendur á hjólreiðastígum í dalnum að sjá þá umferð sem kemur á móti og því er nauðsynlegt að draga verulega úr hraða til að eiga ekki á hættu að lenda í alvarlegu slysi en hjólreiðamenn eru oft á miklum hraða í dalnum auk þess sem rafmagnsvespur og reiðhjól með mótorum eru algeng sjón á hjólreiðastígunum.


Ábendingu um að gróðurinn byrgi sýn á svæðinu hefur verið komið áleiðis en það er á könnu umferðarsviðs Reykjavíkurborgar að fella tré eða snyrta gróður utan stíga til að efla öryggi vegfarenda. Mikill vöxtur gróðurs á undanförnum árum hefur skapað samskonar aðstæður víða og hvetur borgin garðeigendur til að klippa tré og gróður ef vöxtur hans kemur niður á öryggi vegfarenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert