Hreindýraskyttur í hremmingum

Hreindýr. Myndin tengist aðeins óbeint.
Hreindýr. Myndin tengist aðeins óbeint. Friðrik Tryggvason

Tvær hreindýraskyttur lentu í hremmingum fyrr í kvöld þegar þær urðu viðskila við hóp sinn í Skriðdal á Héraði. Mikil þoka skall á sem varð til þess að menn sáu varla handa sinna skil. Björgunarsveitir voru kallaðar út en mennirnir komu fram áður en leit hófst.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum amaði ekkert að mönnunum þegar þeir komu fram, enda enn nokkuð hlýtt í veðri. Auk þess voru mennirnir vel búnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert