Lagasetning eyðir ekki óvissu

Stjórnarráðshúsið.
Stjórnarráðshúsið. mbl.is/Hjörtur

Ólíklegt er að lagasetning geti eytt þeirri óvissu sem enn er uppi um endurútreikning gengistryggðra lána. Þetta kemur fram í minnisblaði sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið tók saman minnisblað um málið. Málið var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í dag.

Í minnisblaðinu segir meðal annars: „Í ljósi reynslunnar verður að telja líklegt að einhverjir lánþegar muni láta reyna á ítrustu kröfur sínar ef gripið verður til nýrra aðgerða eða lagasetningar. Því er hætta á að inngrip stjórnvalda áður en niðurstaða er fengin úr þeim dómsmálum sem höfðuð verða myndi eingöngu auka óvissuna og lengja þann tíma sem tekur að greiða úr málum varðandi endurútreikninginn. Því verður að telja ólíklegt að hægt sé að semja löggjöf sem nær því markmiði að ná sáttum í samfélaginu út af endurútreikningi gengistryggðra lána."

Nærtækasti kosturinn í stöðunni er að fá niðurstöðu dómstóla eins fljótt og kostur er og fá þannig heildarniðurstöðu í málinu þannig að hægt sé að ljúka endurútreikningi gengistryggðra lána. „Í ljósi sögunnar og þess hversu hratt dómstólar hafa afgreitt mál af þessum toga sem og hins að samstaða er um rekstur 11 dómsmála sem ætlað er að eyða réttaróvissunni sé ekki ástæða til annars en að ætla að niðurstaða í dómsmálunum geti fengist fljótt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert