Neytendastofa hafi ríkar heimildir til inngripa

Í frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra sem lagt var fram á síðasta þingi varðandi neytendalán er gert ráð fyrir að Neytendastofa muni hafa ríkar heimildir til að bregðast við brotum gegn lögunum og ákvörðunum stofnunarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu í tilefni af umfjöllun um svokölluð smálán frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu (EVR).

Þar kemur fram að veiting smálána fellur ekki undir ákvæði núgildandi laga um neytendalán en væntanlegt frumvarp mun einkum taka á smálánum með tvennum hætti eins og hér kemur fram.

Ráðherra mun leggja fram frumvarp um neytendalán á ný í upphafi þings í september og verður það lítið breytt frá fyrra frumvarpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert