Um 2.000 manns fara af skránni

Frá 1. september og til næstu áramóta munu 300-400 manns …
Frá 1. september og til næstu áramóta munu 300-400 manns missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta. mbl.is/Ómar

Frá 1. september og til næstu áramóta munu 300-400 manns missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þetta kemur fram í svari Vinnumálastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Bráðabirgðaákvæði sem lengir hámarks bótatímabil úr þremur árum í fjögur var framlengt í lok síðasta árs og gildir áfram út þetta ár. Verði ákvæðið framlengt aftur í eitt ár munu um 180 manns missa bótarétt sinn í hverjum mánuði árið 2013, samtals rúmlega 2.000 manns. Ef það verður ekki framlengt má búast við að þessi sami fjöldi missi rétt sinn til atvinnuleysisbóta um áramótin.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir erfitt að meta hversu margir bótaþegar þurfi þá að reiða sig á styrk frá sveitarfélögum. „Þetta er svo kvikur hópur vegna þess að hann er bæði í atvinnuleit og fjárhagslegar ástæður hans falla ekki endilega að þeim skilyrðum sem fólk þarf að uppfylla til þess að geta fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert