„Þann 16. júlí sl. voru liðin þrjú ár síðan alþingi samþykkti ályktun þess efnis að sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Aðdragandi þess og þróun mála síðan eru á margan hátt ráðgáta sem fræðimenn munu eflaust liggja yfir í náinni8 framtíð“, segir Erna Bjarnadóttir hagfræðingur í grein í Morgunblaðinu í dag.
Þá segir Elín m.a. í grein sinni: „En hvernig stendur á að staðan er sú sem raun ber vitni, ekki bara hvað tæknilega hlið á stöðu viðræðnanna varðar heldur einnig hina pólitísku? Undanfarna daga hefur hver silkihúfan ofan á aðra stigið fram í fjölmiðlum og látið í ljós skoðanir sínar á stöðu viðræðnanna og hvert beri að stefna. Í þeirri umræðu eru þó stórar eyður. Nánast allt sem sagt er lýtur að pólitískri tilurð aðildarumsóknarinnar, pólitísku baklandi hennar í dag og hvernig stjórnmálamenn eigi að klóra sig út úr stöðunni“
Grein Ernu má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag en í niðurlagi hennar segir hún: „Hótanir stuðningsmanna ESB-umsóknarinnar í garð efasemdaradda í stjórnarliðinu eru augljós áminning um að ákvörðunin um að sækja um aðild að ESB var málið sem lagði grunninn að því að koma VG og Samfylkingunni í ríkisstjórn vorið 2009. Á sama hátt mun ákvörðun um að stöðva viðræður um aðild Íslands að ESB verða til þess að ríkis8 stjórnin liðast í sundur. Hingað til hefur þetta lím haldið vegna þess að Samfylkingin og Vinstri græn eru sammála um að halda Sjálfstæðis flokknum frá völdum. Niðurstaða mín er því sú að þetta mál snúist ekki um langtímahagsmuni Íslands heldur það hverjir sitja í stjórnar ráðinu á Íslandi“.
,